Serge Dassault (4. apríl 1925 – 28. maí 2018) var franskur verkfræðingur, kaupsýslumaður og stjórnmálamaður. Hann starfaði sem stjórnarformaður og forstjóri Dassault Group og var íhaldssamur stjórnmálamaður. Hann fæddist í París. Samkvæmt Forbes var hrein eign Dassault árið 2016 metin á 15 milljarða dollara.[1]

Serge Dassault
Serge Dassault
Fæddur4. apríl 1925(1925-04-04)
Dáinn28. maí 2018 (93 ára)
MenntunÉcole polytechnique
SUPAERO
HEC Paris
StörfAthafnamaður

Dassault sat á öldungadeild franska þingsins fyrir Essonne frá 2004 til 2017 sem óháður þingmaður.[2]

Dassault lést 93 ára að aldri 28. maí 2018 í París af hjartaáfalli.[3]

Serge Dassault er menntaður í École polytechnique, SUPAERO og HEC Paris.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. The 20 Richest French Billionaires
  2. Comment Serge Dassault a déversé des millions d’euros sur Corbeil-Essonnes
  3. L’industriel, patron de presse et ancien sénateur Serge Dassault est mort
  4. Mort de l’industriel et homme politique Serge Dassault
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.