Semnan-hérað (Íran)

(Endurbeint frá Semnan-hérað, Íran)

Semnan er eitt af 30 héruðum Íran og heitir eftir samnefndum höfuðbæ . Héraðið nær yfir 97 þúsund km2 svæði og er því á stærð við Ísland. Það liggur meðfram Alborz-fjöllunum og hefur endamörk við Dasht-e Kavir-eyðimörkina í suðri. Árið 2011 bjuggu um 630.000 manns í héraðinu. Flestir íbúar eru í borgunum Semnan og Shahroud.