Sementsverksmiðjan
64°19′04″N 22°04′34″V / 64.3179°N 22.0762°V Sementsverksmiðjan ehf. var reist á Akranesi á árunum 1956 – 1958 og tók til starfa síðla árs 1958. Hún var staðsett við Mánabraut á Akranesi. Framleiðslu var hætt árið 2012.[2]
Fjármögnun
breytaStofnfé verksmiðjunnar kom að mestu leyti gegnum lán og lánafyrirgreiðslu Framkvæmdabanka Íslands. Framkvæmdabankinn lánaði af eigin fé 10.750.000 kr og tók að tilhlutan ríkisstjórnarinnar tvö bandarísk lán til að endurlána til Sementsverksmiðjunnar. Það voru lán sem International Cooperation Administration í Washington, D. C, hafði veitt til framkvæmda á Íslandi og var hið fyrra dagsett 28. desember 1956, að upphæð 4 milljónir dollara og hið síðara hinn 27. desember 1957 að upphæð 5 milljónir dollara. Einnig tók Framkvæmdabankinn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þýskt lán 11. apríl 1958 að upphæð DM 8.400.000.— hjá Kreditanstalt fiir Wiederaufbau, Frankfurt am Main. Af þessum þremur lánum endurlánaði Framkvæmdabankinn Sementsverksmiðju ríkisins 48.500.000 kr.[3]
Sagan
breytaVerksmiðjan var reist á Akranesi á árunum 1956 - 1958 og tók til starfa síðla árs 1958. Allur vélbúnaður verksmiðjunnar var fenginn frá fyrirtækinu F. L. Smidth & Co A/S í Kaupmannahöfn. Bygging Sementsverksmiðju ríkisins átti drjúgan þátt í að efla og auka mannvirkjagerð á Íslandi.
Sala á sementi hrundi eftir aldamót og árið 2011 nam salan aðeins um 32 þúsund tonnum sem var um fjórðungur afkastageturnnar og tæpur þriðjungur af sementssölunni í eðlilegu árferði. Þegar mest var (árið 1975) var salan tæp 160 þúsund tonn en þá var mikil uppbygging á Þjórsársvæðinu
Árið 1993 var Sementsverksmiðju ríkisins breytt í hlutafélag og hét þá Sementsverksmiðjan ehf. Íslenskt sement ehf keypti svo verksmiðjuna af Íslenska ríkinu í október árið 2003.
Í Sementsverksmiðjunni störfuðu árið 2009 um 50 manns ásamt 90 afleiddum störfum en voru 12 stöðugildi árið 2012.
Unnið er að niðurrifi verksmiðjunnar. Árið 2019 var turn eða strompur verksmiðjunnar felldur.
Framleiðslan
breytaFramleiðslan byggist á votaðferð, en hráefnin eru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr Hvalfirði. Framleiðslugeta verksmiðjunnar var um 100 þúsund tonn af gjalli og 200 þúsund tonn af sementi á ári. Verksmiðjan framleiðir þrjár sementstegundir: Portlandsement, hraðsement og kraftsement..
Tilvísanir
breyta- ↑ Ólason, Birgir Olgeirsson,Samúel Karl (22. mars 2019). „Myndasyrpa af falli strompsins - Vísir“. visir.is. Sótt 15. ágúst 2024.
- ↑ byggingar (26. nóvember 2018). „Semja um niðurrif sementsturnsins á Akranesi | BYGGINGAR.IS“ (bandarísk enska). Sótt 15. ágúst 2024.
- ↑ Ræða dr. Jóns Vestdals við vígslu Sementsverksmiðjunnar,Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 4. tölublað (01.08.1958), Blaðsíða 52-56
Heimildir
breyta- „Innflutningur á sementi í stað framleiðslu“ Geymt 29 desember 2012 í Wayback Machine, sement.is 18. apríl 2012. (Skoðað 24. apríl 2012).
- „Sementsverksmiðjan berst fyrir lífi sínu“, Morgunblaðið 21. ágúst 2009. (Uppfært 17. desember 2009 á Mbl.is) (Skoðað 24. apríl 2012).
- „Sementsverksmiðjan í gang að nýju“, Morgunblaðið 16. apríl 2011. (Skoðað 24. apríl 2012).
Tenglar
breyta- Heimasíða sementsverksmiðjunnar
- Mbl.is; Íslenskt sement eignast Sementsverksmiðjuna
- Mbl.is; Sementsverksmiðjan berst fyrir lífi sínu
- Mbl.is; Sementsverksmiðjan í gang að nýju
- Mbl.is; Sementsverksmiðjan gengur út í október
- Innflutningur á sementi í stað framleiðslu Geymt 29 desember 2012 í Wayback Machine