Seltjarnarneskirkja
Seltjarnarneskirkja er kirkja sem stendur við Kirkjubraut á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Kirkjan tilheyrir Seltjarnarnessókn í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Seltjarnarnessókn var stofnuð árið 1974 og fyrsti formaður sóknarnefndar var Kristín Friðbjarnardóttir en hún gegndi formennsku í sóknarnefndnni í 16 ár. Kristín tók fyrstu skóflustungu að kirkjubyggingunni árið 1981. Arkitektar kirkjunnar voru Hörður Björnsson og Hörður Harðarson. Kirkjan var vígð 19. febrúar árið 1989 en athafnir fóru fram í kjallara kirkjunnar frá 1985-1989 á meðan verið var að ljúka við bygginguna.[1]
Fyrsti sóknarprestur Seltjarnarneskirkju var sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir núverandi vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal en núverandi sóknarprestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Tilvísanir
breyta- ↑ Kirkjukort.net, „Seltjarnarneskirkja“ Geymt 7 mars 2016 í Wayback Machine (skoðað 1. ágúst 2019)