Oxford Classical Texts eða Scriptorum Classicorum Bibliotheca Oxoniensis er ritröð sem gefin er út af Oxford University Press.

Í ritröðinni eru gefnir út textar á klassísku málunum, forngrísku og latínu, með textafræðilegum og handritafræðilegum skýringum í svonefndum apparatus criticus. Í ritröðinni eru birt verk flestra mikilvægustu höfunda fornaldar en þó yfirleitt ekki verk vísindalegs og stærðfræðilegs eðlis, líkt og t.a.m. verk Evklíðs. Í bókunum er formálinn ávallt á latínu sem og allar skýringar.

Heimild

breyta

Tengill

breyta