Sauðasalan til Bretlands

Sauðasalan til Bretlands eru viðskipti með sauðfé á fæti sem stóðu yfir frá síðustu áratugum 19. aldar og til ársins 1896. Sauðfé á Íslandi var rekið til skips sem sigldu til Bretlands og þaðan til slátrunar. Bændur fengu miklu betra verð fyrir sauðfé í þessum viðskiptum en áður hafði tíðkast og þeir fengu greitt í peningum en áður höfðu bændur eingöngu haft val um að leggja inn vörur hjá kaupmönnum og taka þar út í staðinn. Sauðasalan var á tímabili mjög umfangsmikil, eitt árið voru sent úr landi 80 þúsund fjár. Sauðasalan hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag og er stofnun kaupfélaga rakin til hennar. Lög sem sett voru í Bretlandi árið 1896 bundu endi á þessa sölu og olli það kreppu í landbúnaði á Íslandi. Einn af umsvifameiri kaupmönnum með íslenskt sauðfé var Daninn Louis Zöllner.

Auglýsing í Þjóðólfi 1894 um sauðasölu þar sem tekið var fram að greitt yrði í peningum fyrir sauði. Það tíðkaðist ekki áður en sauðasalan kom til að greiða vörur með peningum
Íslenskt sauðfé

Heimildir

breyta