Sauðaþjófur er sá sem stelur sauðum, rekur í sína afrétt og/eða merkir sér með sínu eyrnamarki. Oft var um fátæka menn að ræða sem fóru um að nóttu til, helst er rökkur færðist í vöxt síðsumars, og eltu sauði og leiddu heim til bæjar síns í húminu. Næstu daga var svo borðað nýtt kjöt og slátur. Útigangsmenn áttu til að verða sauðaþjófar, og eru til frægar sögur af slíkum þjófnaði. En einnig var um græðgi venjulegra manna að ræða. Í desember 1681 var t.d. stórtækur sauðaþjófur á ferð á Melum í Hrútafirði. Þá var 50 kindum stolið af bóndanum þar, Jóni Auðunssyni. Sauðaþjófurinn kom víðar við og í sömu ferð rændi hann á fleiri bæjum í innanverðum Hrútafirði, þetta 10-12 sauðum á hverjum bæ.

Sumstaðar á Íslandi var því trúað, að ef unglingar söfnuðu hagalögðum, vofði sú hætta yfir, að þeir yrðu sauðaþjófar.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.