Eyrnamark er tegund búfjármarks sem klippt er í eyra búfjár. Eyrnamörk skiptast í yfirmark, sem skerðir eyrnabrodd, og undirbenjar, sem skerða hliðar eyrans. Allar undirbenjar og sum yfirmörk geta verið ýmist að framan (ofan á) eða aftan (neðan á) á eyra.

Dæmi um eyrnamark; tvístýft aftan hægra, blaðstýft aftan vinstra

Þegar eyrnamörk eru lesin er byrjað að lesa yfirmark hægra eyra, þarnæst undirben framan á eyranu og loks undirben aftan á eyra. Eins er farið með vinstra eyra.

Heimild

breyta
  • „200/1998: Reglugerð um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár“. Sótt 22. október 2007. Dæmi um leyfð eyrnamörk í sauðfé og hross á Íslandi.