Satellite-verðlaunin
bandarísk sjónvarps- og kvikmyndaverðlaun
(Endurbeint frá Satellite Award)
Satellite-verðlaunin (eða Satellite Awards) eru bandarísk verðlaun frá International Press Academy (IPA) sem koma að sjónvarps- og kvikmyndagerð. Upprunalega voru þau þekkt sem Golden Satellite Awards þegar þau voru fyrst afhent árið 1997. Verðlaunaathöfnin er haldin árlega á InterContinental hótelinu í Century City, Los Angeles.
Satellite Awards | |
---|---|
Land | Bandaríkin |
Umsjón | International Press Academy |
Fyrst veitt | 1997 |
Vefsíða | pressacademy.com/ awards_home |