Samstaða (stjórnmálaflokkur)

Samstaða er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður 15. janúar 2012. Samstaða hugðist bjóða fram í Alþingiskosningum 2013 og fékk úthlutað listabókstafnum C[1]. Að Samstöðu stóðu meðal annars Lilja Mósesdóttir sem settist á þing eftir Alþingiskosningar 2009 fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Birgir Örn Guðjónsson, 36 ára lögreglumaður frá Hafnarfirði, var kosinn formaður Samstöðu á landsfundi flokksins 6. október 2012.[2][3]

Merki Samstöðu.

22. desember 2012 tilkynnti Lilja Mósesdóttir að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í alþingiskosningunum vorið 2013 og því mun hún ekki leiða lista Samstöðu.[4] 9. febrúar 2013 var ákveðið á landsfundi Samstöðu að bjóða ekki fram í komandi þingkosningum. Á sama fundi var Lilja aftur kjörin formaður.[5]

Ekki hefur heyrst frá flokknum frá því sumarið 2014 og virðist hann óvirkur.

Tilvísanir breyta

  1. „Ný stjórnmálaöfl komin með listabókstafi“. visir.is. 3. ágúst 2012. Sótt 12. janúar 2013.
  2. „Ný forysta stjórnar Samstöðu” Geymt 21 desember 2014 í Wayback Machine Skoðað 6. október 2012
  3. „Birgir Örn nýr formaður Samstöðu” Skoðað 6. október 2012
  4. „Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður” Skoðað 13. janúar 2013
  5. „Samstaðan er ekki brostin“. mbl.is [á vefnum]. 9. febrúar 2013, [skoðað 09-02-2013].

Tengill breyta

   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.