Samsett orð
Orðasamsetningar eru samsetningar orða sem þannig mynda nýtt orð, sbr.: svefn og sófi - geta myndað orðið svefnsófi. Á íslensku geta samsetningar verið með þrennum hætti:
- 1. Stofnsamsetning (fast samsett orð): Dæmi: eldhús. Eld- er stofninn af eldur, og því er þessi tegund samsetningar nefnd stofnsamsetning.
- 2. Eignarfallssamsetning (laust samsett orð): Dæmi: eldavél. Eignarfall fleirtala af eldur er elda. En eignarfallssamsetningar geta líka verið eignarfall eintala, sbr.: Eldsmatur.
- 3. Bandstafssamsetning (tengistafssamsetning): Dæmi: eldiviður, fiskifluga. Tengistafurinn í eldiviður er i, sömuleiðis i í fiskifluga. Aðrir algengir tengistafir eru a, u og s..
Tenglar
breyta- Íslenskt mál, umsjónamaður Gísli Jónsson; þáttur 291; grein í Morgunblaðinu 1985
- Íslenskt mál, umsjónamaður Gísli Jónsson; þáttur 408; grein í Morgunblaðinu 1987
- Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri? af Vísindavefnum[óvirkur tengill]
- Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali?; af Vísindavefnum