Samsæriskenningar tengdar Díönu prinsessu

Ýmsar samsæriskenningar um Díönu prinsessu hafa sprottið upp í tengslum við dauða hennar árið 1997.

Díana prinsessa, fyrrum eiginkona Karls þriðja Bretakonungs lést í bílslysi í Frakklandi þann 31. ágúst 1997 ásamt vini sínum, Dodi Al Fayed, ári eftir skilnað hennar og Karls. Hinir og þessir hafa verið bendlaðir við aðild að dauða hennar og má þar nefna Elísabetu 2. Bretadrottingu og eiginmann hennar Filippus hertoga af Edinborg. Það var margt sem þótti grunsamlegt og má þar nefna hve stutt var liðið frá skilnaði Díönu og Karls, auk röð atburða sem áttu sér stað í aðdraganda slyssins.