Samkort var fyrst gefið út árið 1988 af Samtökum Samvinnuverslana sem eru samtök þeirra kaupfélaga sem ráku smásöluverslanir á Íslandi. Samkorti var ætlað að höfða til félagsmanna í kaupfélögum landsins og jafnframt að bæta við félagsmönnum í kaupfélögunum því kortið gilti sem félagsskirteini í því kaupfélagi þar sem fólk átti lögheimili. Sérstaða Samkortsins eins og hún var þá kynnt byggðist á því að árgjald var ódýrara en á VISA og Eurocard/Master Card kortum og auk þess gat fólk valið um tvö úttektartímabil: Annarsvegar frá 18. til 17. hvers mánaðar á eftir með gjalddaga 3. næsta mánaðar. Hinsvegar var hægt að velja um úttektartímabil sem væri almanaksmánuðurinn með gjalddaga 17. næsta mánaðar á eftir.

Árið 1992 hófu Samtök Samvinnuverslana samstarf við Kreditkort hf. um útgáfu Samkorts sem varð um leið þá alþjóðlegt Eurocard/Master Card kreditkort um leið. Við breytinguna var hægt að nota kortið um allan heim eins og hvert annað kreditkort og kaupa hluti á raðgreiðslum og nota sjálfvirka skuldfærslu vegna mánaðarlegra útgjalda. Auk þess veitti Samkortið alhliða tryggingavernd í gegnum Euroklúbbinn og Tryggingamiðstöðina hf. sem sá um kortatryggingar fyrir Eurocard/Master Card.

Útgáfu Samkortsins hefur nú verið hætt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.