Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins

Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins er kerfi niðurgreiðslna til landbúnaðargeira aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB). Sem hlutfall af útgjöldum ESB nam sameiginlega landbúnaðarstefnan 48% eða €49,8 milljarðar árið 2006 (aukning um €1,3 milljarð frá 2005).[1] Markmið sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar er að sjá til þess að bændur og aðrir þeir sem vinna í landbúnaði hljóti mannsæmandi laun. Sameiginlega landbúnaðarstefnan er eitt elsta verkefni ESB en það var fyrst stofnað til þess að frumkvæði Frakka á sjötta áratug 20. aldar. Stefnan hefur víða verið gagnrýnd fyrir að stuðla að offramleiðslu og slæmri nýtingu. Stærð og umfang kerfisins verður til þess að eftirlit er erfitt og spilling og misnotkun eru algeng.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta