Flauelsyllir

(Endurbeint frá Sambucus velutina)

Flauelsyllir (fræðiheiti: Sambucus velutina) er tiltölulega stór lauffellandi runni sem er einlendur í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Þessi tegund er einkennandi fyrir mið Kaliforníu og vestur Nevada.

Flauelsyllir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Stúfubálkur (Dipsacales)
Ætt: Geitblaðsætt (Adoxaceae)
Ættkvísl: Yllir (Sambucus)
Tegund:
S. velutina

Tvínefni
Sambucus velutina
Durand & Hilg.

Einkenni breyta

Flauelsyllir er með græn fjaðurskift blöð sem eru áberandi hærð við snertingu. Vanalega eru 5 til 9 smáblöð, hvert um 5-30 sm langt. Runninn getur orðið um 3 til 8 metra hár, með stöngla sem eru oft um 30-60 sm í þvermál. Berin eru svarblá.

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.