Samband ungra kommúnista

Samband ungra kommúnista var stofnað snemma árs 1924 en áður höfðu nokkur félög ungra kommúnista verið stofnuð. Fyrsti formaður Sambandsins var Hendrik Siemsen Ottósson. Brynjólfur Bjarnason var varaformaður, Ársæll Sigurðsson ritari, en meðstjórnendur voru Haukur Siegfried Björnsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Málgagn Sambandsins var Rauði fáninn, sem kom út 1924–1927. Samband ungra kommúnista gekk í Alþjóðasamband ungra kommúnista, sem rekið var í samstarfi við Komintern í Moskvu.

Haustið 1930 náðu ungir kommúnistar meirihluta á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna og nefndu þeir þá Sambandið upp og kölluðu það Samband ungra kommúnista. Fyrsti formaður þessa nýja Sambands var Haukur Siegfried Björnsson. Áki Jakobsson var formaður 1931–1936 og Eðvarð Sigurðsson 1936–1938. Sambandið var lagt niður um leið og Kommúnistaflokkurinn en þess í stað var Æskulýðsfylkingin stofnuð.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.