Sambúð
Sambúð er búsetuform tveggja eða fleiri einstaklinga sem deila lokuðu rými sín á milli. Í víðustu merkingu er ekki gerður greinarmunur á því hvernig tengslum einstaklinganna eru til komin, svo sem ættartengsl, vinatengsl, eða önnur tengsl. Í þrengri merkingu (lagalegri) er miðað við sambúð einstaklinga sem uppfylla hjónavígsluskilyrðin.
Íslenskur réttur
breytaSambúð einstaklinga í lagalegri merkingu getur haft í för með sér mismunandi réttaráhrif eftir því hvort sambúðin er skráð eða ekki, og eftir því hversu langan tíma hún hefur varað. Engin ein heildarlög gilda um sambúð og því hafa lagabálkar mismunandi skilgreiningar á því hvað telst vera sambúð og skilyrði tengd henni. Meginreglan við slit á sambúð er að hvor sambúðarmakinn tekur með sér sem viðkomandi kom með í hana.
Algengur misskilningur er að sambúðarmakar njóti erfðaréttar eftir hvorn annan og geti setið í óskiptu búi eftir andláts hins, en svo er ekki.