Salat - tilbeiðslan
Salat - tilbeiðslan ― Tilgangur mannsins, samkvæmt Kóraninum, er að tilbiðja Guð. “Ég skóp menn og vætti til þess að þeir tignuðu mig.” 51:57
Múslimar eiga að biðja fimm sinnum á dag, við sólarupprás, á hádegi, við sólsetur og fyrir svefninn. Það að hver múslimi eigi að tilbiðja með reglulegu millibili á hverjum degi er árétting á því hve gleyminn maðurinn er. Bænakallið frá moskvunni minnir á gleymskuna og vísar leið hinnar beinu brautar.[1] Salat, tilbeiðslan, er ekki ætluð til að biðja Guð, Allah, um eitthvað ákveðið heldur til að heiðra hann og sýna honum undirgefni.
Áður en tilbeiðslan er framkvæmd skal einstaklingurinn vera líkamlega hreinn, í hreinum fötum og á hreinum stað.
Salat samanstendur af mismunandi stellingum, þær eru; standandi sem kallast Qiyam. Að beygja sig, kallast Ruku, að grúfa sem kallast Sajdah og setjast á hæla sér sem kallast Q’adah. Hver stelling ber með sér orðtak sem skal fara með. Þessi orðtök eru á Arabísku, hver múslimi á að læra þessi orðtök utan að en einnig skilja merkingu þeirra.[2]
Framkvæmd
breytaÍ fyrstu skal snúa í átt að Mekka og lofa svo í hljóði að Allah fær alla þína einbeitingu og athygli út tilbeiðsluna. Svo skal lyfta höndum upp að eyrum eða herðum, ef þú ert kona. Segðu svo upphátt “Allaahu Akbar.” Sem þýðir “Allah er mestur.”
2. Næst skal setja hægri hendi ofan á vinstri og fara með “Al Fatiha” sem er fyrsti kafli Kóransins.
“Bismillaahir ar-Rahmani ar-Raheem
Al hamdu lillaahi rabbil ‘alameen
Ar-Rahmani ar-Raheem
Maaliki yawmid deen
Lyyaaka na’aboodu wa iyyaaka nasta’een
Ihfeenas siraatal mustaqeem
Siraatal ladheena an ‘amta’ alayhim
Ghayril maghduubi’ alayhim waladawleen.”
Sem þýðir; “Í nafni Allah hins milda og miskunnsama. Lofaður sé Allah, herra heimanna, hinn mildi og miskunnsami, alvaldur á Degi Dómsins. Þig einan tignum vér og beiðumst hjálpar af Þér einum. Leið Þú oss á hinn rétta veg, á veg þeirra sem njóta náðar þinnar, þeirra sem eigi sæta þinni reiði, og eigi fara villir vegar.” (1:1-5)
3. Svo skalt þú beygja þig fram og segja, “Allahu Akbar.” Stoppa með hendur á hnjám og segja, “Subhanna rabbeeyal adheem.” þrisvar sinnum. Sem þýðir “öll lof fær Allah hinn mikli.”
4. Svo á meðan þú stendur aftur upp skal segja “Samee Allahu leeman hameeda” sem þýðir “Allah hlustar á þá sem lofa hann.” Þegar þú ert kominn í standandi stöðu skal segja “Rabbana walakal hamd” sem þýðir “Drottinn okkar, þú átt allt hrós skilið.”
5. Svo skal leggjast á grúfu, á meðan skal segja “Allahu Akbar.” Vertu viss um að enni, nef, lófar, hné og tær snerti við jörð. Segðu svo, “Subhanna rabbeeyal ‘alaa” þrisvar sinnum, sem þýðir “Dýrð sé Drottni mínum, Hinum hæsta.”
6. Sestu svo á hæla þér og segðu, “Allahu Akbar” og svo er mælt með að biðja Allah um fyrirgefningu, “Rabbigh-fir lee.”
7. Endurtaktu svo skref fimm.
8. Endurtaktu svo öll skrefin áður en hið síðasta skref er framkvæmt.
9. Sestu á hæla þér og segðu,
“At Tahiyyaatu lilaahi was Salawaatu wat tayibaatu
Assalaamu ‘alaika ayyuhan nabiyyu wa rahmatul laahi wa barakaatuh
Assalaamu ‘alaynaa wa ‘alaa ‘ebaadillaahis saaliheen,
Ash hadu allaa ilaah ilallaah Wa ash hadu anna Muhammadan ‘abduhuu wa rasuuluh.”
Sem þýðir: “Sérhver bæn er fyrir Allah. Megi friður Allah vera yfir þér, spámaður, og miskunn hans og blessun. Megi friður vera yfr okkur og öllum sönnum þjónum Allah. Ég ber vitni um að það er enginn guð nema Allah og ber vitni um að Múhameð er þjónn hans og sendiboði.”
“Allaahumma salli ‘ala Muhammadin wa ‘ala aali Muhammad
Kamaa salayta ‘ala aali Ibraaheem wa ‘ala aali Ibrahim
Innaka Hmeedun Majeed
Wa baarik ‘ala Muhammadin wa ‘ala aali Muhammad
Kamaa baarakta ‘ala Ibraaheem wa ‘ala aali Ibrahim
Innaka Hameedun Majeed"
Sem þýðir: “Allah, færðu Múhammað og fylgjendum hans bænir okkar eins og þú sendir Ibrahim og fylgjendum hans. Þú ert lofsverður og mikill. Allah, blessaðu Múhammað og fylgjendur hans eins og þú blessaðir Ibrahim og fylgendur hans. Þú ert lofsverður og mikill.”
Svo skaltu líta til hægri og segja “Assalamu alaykum wa rahmatu Allah.” og svo til vinstri og fara með það aftur, “Assalamu alaykum wa rahmatu Allah.”[3]
Þá er Salat lokið.
Heimildir
breyta- ↑ Magnús Þorkell Bernharðsson (2018). Mið-Austurlönd. Fortíð, nútíð, framtíð. bls. 29.
- ↑ Salat, the Muslim Prayer Book. Islam International Publications LTD. 1994. bls. 2.
- ↑ „Beginners guide to Salat“.