Saktmóðigur er íslensk hljómsveit sem kennir sig við pönk og er ein elsta starfandi hljómsveit landsins. Hún var stofnuð 1991 og hefur starfandi óslitið síðan. Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar var kasettann Legill sem kom út haustið 1992. Í kjölfarið komu tvær 10 tommu vínyl EP plötur, Fegurðin, blómin og guðdómurinn árið 1993 og Byggir heimsveldi úr sníkjum árið 1996. Hljómsveitin hefur auk þess gefið út þrjá geisladiska í fullri lengd, Ég á mér líf (1995), Plata (1998) og Guð hann myndi gráta (2011). Í dómi um Guð hann myndi gráta sagði:

Suddapönk-hljómsveitin Saktmóðígur er eins og kleprar í rasshárum alls þess sem er hipp og kúl á Íslandi – að eilífu dæmd til að vera utangarðs og lafandi svitastokkin á jaðrinum. Pönkið er enn blóðhrátt og skröltir áfram eins og skrokkur í sláturhúsi. Karl Pétur söngvari er villimannslega æstur og spýtir frá sér ofbeldis- og klámfengnum sora, við bæði glatt strokkpönk og lúshægt mulningspönk.[1]

Þriggja laga 7 tommu vínylplatan Demetra er dáin kom út árið 2013 og hafði að geyma lagið Kobbi V sem hjómsveitin gerði myndband við. Árið 2013 sendi sveitin svo frá sér afmælisbraginn Eistnaflugsdans[2] í tilefni af tíundu Eistnaflugshátíðinni.

Útgefin verk

breyta

Legill - kasetta - 1992

Fegurðin, blómin og guðdómurinn - 10” vínylplata - 1993

Ég á mér líf - geisladiskur - 1995

Byggir heimsveldi úr snýkjum - 10” vínylplata - 1996

Plata - geisladiskur - 1998

Guð hann myndi gráta - geisladiskur - 2011

Demetra er dáinn - 7” vínylplata - 2013

Lífið er lygi - 12” vínylplata - 2018

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

breyta
  1. „Blóðhrár sori - Plötuhorn Dr. Gunna - Fréttatíminn, 31. tölublað (05.08.2011)“. timarit.is. 5. ágúst 2011. Sótt 12. janúar 2021.
  2. „Eistnaflugsdans, by Saktmodigur“. Saktmodigur. Sótt 12. janúar 2021.