Saga Fjárfestingarbanki
(Endurbeint frá Saga Capital)
Saga Fjárfestingarbanki [1] (áður Saga Capital fjárfestingarbanki) er íslenskur fjárfestingarbanki sem var stofnaður ári 2007 [2] og hafði þá 9,5 miljarða eigið fé. Hann fékk síðan starfsleyfi frá FME árið 2007. Höfuðstöðvar bankans eru á Akureyri en jafnframt er starfstöð í Reykjavík. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur verið forstjóri bankans frá upphafi. Eignarhald bankans dreifist á hóp hlutahafa.
Saga Capital hefur sætt töluverðri gagnrýni frá bankahruninu 2008. Þann 30. desember 2009 skrifaði Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður hjá RÚV og talaði um „skapandi reikningsskil“ og „reikningskúnstir“ fjármálafyrirtækja. Um Sögu Capital skrifaði hún:
Í ársreikningi Sögu fyrir árið 2008 kemur fram að bankinn fékk lán frá ríkissjóði upp á tæpa tuttugu milljarða króna: tveggja prósenta raunvextir, lánstíminn sjö ár. Fyrstu tvö árin eru aðeins greiddir vextir, engar afborganir af höfuðstól. Tveggja prósenta raunvextir eru mjög góð kjör. [..] Ríkið á ekki kost á sömu kjörum, þyrfti að borga fjögurra prósenta vexti fyrir sín lán. Ríkið borgar því með láninu. [..] Það er morgunljóst að bankarnir ættu ekki kost á slíkum lánum annars staðar. Ríkissjóður er að lána bönkunum því bankar eiga erfitt með að fjármagna sig þessi misserin. Án láns færu bankarnir í þrot. "... Skuldir [..] Sögu má að mestu rekja til svokallaðra endurhverfra viðskipta við Seðlabankann - þessarar langumdeildu myllu sem var í gangi milli föllnu bankanna þriggja og allra minni fjármálafyrirtækja. Myllan færði margan sparisjóðinn í kaf, kom Sarisjóðabankanum í þrot. En nei, VBS og Saga eru uppistandandi... með láni á kostakjörum frá ríkinu...[3] |
Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar lánið var veitt.
Tilvísanir
breytaTenglar
breyta- Heimasíða Geymt 28 júní 2010 í Wayback Machine
- „Nýr banki hefur störf“; grein í Morgunblaðinu 2007
- „Saga Capital og Sparisjóðabankinn: Vilja að ríkið yfirtaki skuldir þeirra við Seðlabankann“; grein af Eyjunni.is 2008[óvirkur tengill]
- „Saga færði lán til afskriftar“; af Mbl.is 2009
- „Steingrímur: Góð vaxtakjör nauðsynleg“; grein af Mbl.is 2009
- „Afar ströng lánaskilyrði VBS og SAGA Capital“; grein af Mbl.is 2009
- „Þreifingar um kaup Saga Capital á Askar Capital“; af Eyjunni.is 2010 Geymt 19 júlí 2010 í Wayback Machine
- „Fjármálaráðherra lánaði VBS og Saga Capital tugi milljarða á 2-2,5% vöxtum“; af Pressunni.is 2010[óvirkur tengill]
- „Hilda hf. eignast í Færeyjabanka“; grein af Mbl.is 2010
- „Fékk 1200 milljónir greiddar fyrir verðlaus bréf Stíms skömmu fyrir hrun“; af Eyjunni 2010 Geymt 25 nóvember 2010 í Wayback Machine
- „Þorvaldur Lúðvík: Hrunið hafði vitanlega áhrif á mig“; grein af Dv.is 2011 Geymt 15 janúar 2011 í Wayback Machine
- „Bankastjóri á vonarvöl“; grein af Dv.is 2011 Geymt 17 janúar 2011 í Wayback Machine
- „Lykilstjórnendur hættir hjá Saga Capital“; grein af Dv.is 2011 Geymt 26 janúar 2011 í Wayback Machine