Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms - Járnhausinn
(Endurbeint frá SG-508)
Járnhausinn er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytja Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason og Ómar Ragnarsson ásamt hljómsveit Svavars Gests sex lög úr samnefndum söngleik eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni. Um útsetningu laga sá Magnús Ingimarsson.
Járnhausinn | |
---|---|
SG - 503 | |
Flytjandi | Ýmsir |
Gefin út | 1965 |
Stefna | Söngleikur |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Undir stórasteini - Söngur Ragnar Bjarnason
- Án þín - Söngur: Ellý Vilhjálms - Ragnar Bjarnason
- Hvað er að - Söngur: Ellý Vilhjálms
- Við heimtum aukavinnu - Söngur: Ómar Ragnarsson
- Stúlkan mín - Söngur: Ragnar Bjarnason
- Sjómenn íslenzkir erum við - Söngur: Ómar Ragnarsson - Ragnar Bjarnason
Undir Stórasteini
breyta- Það var eitt sinn ógnar lítið stelpuhró
- sem fór oft með mér fram að sjó.
- Hún var klædd í ullarpeysu oná tær,
- með freknótt nef og fléttur tvær.
- Saman tvö í fjörunni við undum okkur vel
- meðan kollan var að kafa eftir kuðungi og skel.
- Og á kvöldin þegar sólin sigin var
- sátum við í næði, bæði, undir Stórasteini,
- þar sem hún, í leyni, lagði vanga sinn
- ósköp feimin upp við vanga minn.
- Síðan hef ég konur séð í Cairó,
- í Mandalay, í Mexíkó.
- Líka þær sem kyrrahafið kafa í
- og eiga heima á Hawaii.
- Sumar klæddust hálmi þegar þeim var heitt
- en aðrar bara klæddust ekki yfirleitt í neitt.
- Alltaf samt í huga mér og hjarta bjó
- hún sem klæddist ullarpeysu undir Stórasteini.
- Forðum tíð, í leyni, lagði vanga sinn
- ósköp feimin upp við vanga minn.