Sænsk króna
opinber gjaldmiðill Svíþjóðar
(Endurbeint frá SEK)
Sænsk króna (sænska: svensk krona, fleirtala: kronor) er gjaldmiðill Svíþjóðar. Ein sænsk króna skiptist í 100 aura (öre) en allar auramyntir voru teknar úr notkun 30. september 2010. Krónan hefur verið gjaldmiðill Svíþjóðar síðan árið 1873 þegar hún leysti ríkisdalinn af hólmi.
Sænsk króna svensk krona | |
---|---|
Land | Svíþjóð |
Skiptist í | 100 aura (öre) |
ISO 4217-kóði | SEK |
Skammstöfun | kr. |
Mynt | 1, 5, 10 krónur |
Seðlar | 20, 50, 100, 200, 500, 1000 krónur |