Sýrlenska byltingin

Sýrlenska byltingin árið 1925 var uppreisn gegn frönsku nýlendustjórninni í Sýrlandi. Hún var búin til af mörgum mismunandi hópum af Drúsum, Sunnítum og Alavítum. Markmið uppreisnarinnar var að enda stjórn Frakka á Sýrlandi. Uppreisnin var leyst upp af franska hernum árið 1927.

Mynd of Sultan al-Atrash, einum af foringjum Drúsa

Bakgrunnur

breyta

Árið 1918 dró Óttomanveldið sig úr Sýrlandi eftir tap þeirra í fyrstu heimstyrjöldinni. Sýrland var eitt af stóru átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum og hafði þess vegna misst bæði mikinn mannafla og efnahagsstyrk. Áætlað er að Sýrland hafi misst um 18% af mannfjölda sínum eða u.þ.b. 600.000 manns frá 1915-18.[1] Í stað Tyrkja kom frönsk stjórn sem var mjög miðstýrð og ólík því sem sýrlenska elítan var vön. Frakkar skiptu Sýrlandi í nokkra stjórnarhluta með áherslu á trúarlegan, þjóðarflokks og pólitískan mismun innan Sýrlands. Alavítum og Drúsum var skipt í mismunandi fylkingar og Sunnítar fengu stjórn á stærstu borgum Sýrlands, Homs og Hama. Þessar svæðisskiptingar minnkaði töluvert vald Drúsa og Alavíta sem urðu pólitískt einangraðir. Frakkar litu á sig sem verndara kristinna samfélaga fyrir botni Miðjarðarhafs. [2]

Byltingin 1925

breyta

Byltingin hófst í Jabal-Druze. Eins og nafnið gefur til kynna var meirihluti íbúa á þessu svæði Drúsar. Uppreisnin byrjaði vegna óánægju Atrash fjölskylduna við frönsk yfirvöld en hún hafði misst mikið sjálfstæði eftir að Frakkar sölsuðu undir sig Sýrland. Franski herinn á svæðinu var ekki tilbúinn og tapaði fyrstu átökunum við Drúsa.

Tap Frakka gegn Drúsum leiddi til þess að útlagar innan Sýrlands hófu ránsferðir á innfædda. Innfæddir misstu því trú á Frakka þegar þeir gátu ekki verndað landbúnað og efnahag innfæddra og sumir litu til þjóðernissinna í Damaskus.[3] Um haustið hófu þjóðernissinnar uppreisn í Damaskus, ásamt yfirstéttum í Homs og Hama en þær uppreisnir voru fljótlega bældar niður. Uppreisnin í Damaskus endist mun lengur og frönsk hernaðaryfirvöld tóku þá ákvörðun að hefja áhlaup með loftárásum og fallbyssum þann 18. október. Miðborgin var lögð í rúst og talið er að um 1400 manns hafi látist. Þetta hafði lítil áhrif á bardagaanda Sýrlendinga og uppreisnin stóð yfir til vorsins 1927 þegar frönsk yfirvöld sendu aukinn hernaðarafla til Sýrlands.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. Cleveland, William L. (2016). A history of the modern Middle East. Martin P. Bunton (Sixth edition. útgáfa). Philadelphia, PA. ISBN 978-0-8133-4980-0. OCLC 958111939.
  2. Cleveland, William L. (2016). A history of the modern Middle East. Martin P. Bunton (Sixth edition. útgáfa). Philadelphia, PA. ISBN 978-0-8133-4980-0. OCLC 958111939.
  3. Miller, Joyce Laverty. "The Syrian Revolt of 1925." International Journal of Middle East Studies 8, no. 4 (1977): 545-63. Accessed March 31, 2021. http://www.jstor.org/stable/162567.
  4. Cleveland, William L. (2016). A history of the modern Middle East. Martin P. Bunton (Sixth edition. útgáfa). Philadelphia, PA. ISBN 978-0-8133-4980-0. OCLC 958111939.