Sóti
Sóti var landnámsmaður í Vestur-Húnavatnssýslu. Í Landnámabók segir einungis að hann hafi numið land í Vesturhópi og búið undir Sótafelli, sem er hnjúkurinn fyrir ofan Breiðabólstað. Ekkert er sagt fleira um Sóta. Á hjalla fyrir ofan bæinn á Breiðabólstað eru gamlar og óglöggar rústir sem hafa verið kallaðar Sótastaðir.