Ítalski sósíalistaflokkurinn
(Endurbeint frá Sósíalistaflokkurinn (Ítalía))
Ítalski sósíalistaflokkurinn (ítalska: Partito Socialista Italiano) var sósíalískur flokkur stofnaður á Ítalíu 1892 og nefndist þá ítalski verkamannaflokkurinn (Partito dei Lavoratori Italiani). Hann var upphaflega stærsti vinstriflokkurinn í ítölskum stjórnmálum, en eftir Síðari heimsstyrjöld varð ítalski kommúnistaflokkurinn honum yfirsterkari. Flokkurinn leystist upp eftir stjórnmálahneykslið í kringum Mani pulite-réttarhöldin árið 1994.