Sómi (fyrirtæki)

Sómi er fyrirtæki, sem framleiðir alls konar samlokur, hamborgara, langlokur, pasta, salöt, pizzur og fleiri tilbúna rétti. Einnig býður Sómi upp á nokkrar gerðir veislubakka. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 starfsmenn. Vörur Sóma eru fáanlegar um allt land í öllum helstu bensínstöðvum og matvöruverslunum.

Sómi ehf.
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað 1. september 1978
Staðsetning Garðabæ, Ísland
Lykilmenn Alfreð Hjaltalín, framkvæmdastjóri,

Arnþór Pálsson, framkvæmdastjóri

Starfsemi Matvæli
Starfsmenn 80
Vefsíða www.somi.is

SaganBreyta

Sómi var stofnað árið 1978 af Bjarna Sveinssyni. Fyrst um sinn var fyrirtækið til húsa í Kópavogi en síðar flutti fyrirtækið í Garðabæinn þar sem það er til húsa núna. Árið 1993 keyptu tveir aðrir hlut í fyrirtækinu, Arnþór Pálsson og Alfreð Hjaltalín. Árið 2003 seldi Bjarni Sveinsson sinn hluta í fyrirtækinu og hinir hluthafanir keyptu hans hlut. Vorið 2006 keypti Sómi næststærsta samlokufyrirtæki landsins Júmbó. Fyrirtækið samanstendur nú af tveimur einingum, Sómasamlokum og Júmbósamlokum, sem báðar framleiða undir merkjum Sóma og Júmbó matvæli fyrir heimamarkað.

TenglarBreyta

   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.