Sólveig Þorvaldsdóttir

íslenskur verkfræðingur og sérfræðingur í almannavörnum og viðlagakerfum

Sólveig Þorvaldsdóttir (fædd 1. júní 1961) er byggingaverkfræðingur, jarðskjálftaverkfræðingur og ráðgjafaverkfræðingur og þjálfar meðal annars björgunarsveitir í rústabjörgun.

Hún var forstjóri Almannavarna ríkisins frá 1996 til 2003 þegar skrifstofa almannavarna felld undir embætti ríkislögreglustjóra með lagabreytingu sem gildi tók 3. apríl 2003.

Hún stofnaði þá eigið fyrirtæki, Rainrace, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna almannavarna og einkavarna.

Sólveig var félagi í tveimur alþjóðabjörgunarsveitum Bandaríkjanna, VA-TF1 í Virginíu 1989-1991, og annarri svipaðari sveit í Kaliforníu 1994-1996 og tók til að mynda þátt í aðgerðum við stjórnsýslubygginguna í Oklahóma sem sprengd var af hryðjuverkamönnum árið 1995.

1994 var hún hvatamaður að stofnun rústaflokks hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Hún hefur farið til starfa á hamfarasvæðum, til dæmis til Pakistan.

Heimildir breyta

  • „HSSK:Rústabjörgunarflokkur“. Sótt 21. janúar 2010.
  • „mbl.is:Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Pakistan“. Sótt 21. janúar 2010.
  • „Almannavarnir og áfallaþol íslensks samfélags“ (PDF). Sótt 21. janúar 2010.
  • „mbl.is:Þjálfar rústabjörgun víða“. Sótt 21. janúar 2010.