Sólskinskórinn - Sól skín á mig
Sól skín á mig er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Á henni flytur Sólskinskórinn fjögur ný barnalög. Um kórstjórn, hljómsveitarstjórn og útsetningar sá Magnús Pétursson. Ljósmynd á framhlið tók Kristinn Benediktsson.
Sól skín á mig | |
---|---|
SG - 573 | |
Flytjandi | Sólskinskórinn |
Gefin út | 1973 |
Stefna | Barnalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Sól skín á mig - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson og Sveinbjörn Einarsson
- Kisu tango - Lag - texti: Japanskt barnalag — Magnús Pétursson
- Dönsum dátt - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson
- Sirkusinn er hér - Lag - texti: S. Gilmark — Magnús Pétursson
Sól, sól skín á mig
breyta- Sólin er risin, sumar í blænum,
- sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig;
- ský, ský burt með þig.
- Gott er í sólinni að gleðja sig.
- Sól, sól skín á mig.
- Blómbrekkur skrautlegar iðandi anga,
- andblærinn gælir við marglita vanga.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig…
- Leikandi skarinn af ánægju iðar,
- áin til samlætis glitrar og niðar.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig…
- Blómkrónur skínandi blöðum úr slétta.
- Bikar sinn fullan af hunangi rétta.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
- Sól, sól skín á mig…
- Finnst mér nú tilveran órofa eining
- úrelt sú kenning um mismun og greining.
- Ómar allt lífið af ylríkum söng
- unaðsbjörtu dægrin löng.
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÁ þessari hljómplötu eru fjögur barnalög, sem Hermann Ragnar Stefánsson danskennari valdi. En barnadansar hafa verið samdir við öll þessi lög og þeir kenndir í dansskóla hans sem og öðrum dansskólum hér á landi.
Falli þessi plata í góðan jarðveg má eiga von á annarri síðar með þessum sama kór, því fleiri skemmtileg lög eru fyrir hendi, sem notuð eru við kennslu í barnaflokkum dansskólanna. Sólskinskórinn er skipaður telpum, sem allar eru nemendur Magnúsar Péturssonar í Melaskólanum í Reykjavík, þar sem hann er söngkennari. En telpur úr Melaskólanum og Magnús Pétursson hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á SG-hljómplötum. |
||