Sólbrúður
Sólbrúður (fræðiheiti Cineraria) er ættkvísl blómplantna af körfublómaætt. Tegundir innan ættkvíslarinnar eru flestar upprunnar í Suður-Afríku en nokkrar er þó frá norðlægari slóðum. Innan sólbrúða eru bæði jurtir og jarðlægir runnar.
Sólbrúður | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||
|
Áður voru fleiri tegundir flokkaðar til sólbrúðar ættkvíslarinnar og innan hennar töldust þá blóm frá Kanaríeyjum og Madeiraeyjum. Þær tegundir hafa nú verið færðar í sérstaka ættkvísl Pericallis og þar á meðal algeng skrautjurt (Pericallis x hybrida) sem hefur gengið undir nafninu sólbrúður hjá blómasölum.