Sólarsteinn var steinn (kristall?) sem norrænir menn til forna notuðu til að sjá stefnu til sólar í skýjuðu veðri, sem var gagnlegt við siglingar. Aðferðin byggist á því að slíkir steinar skauta sólarljós. Sólarsteinarnir kunna auk þess að hafa verið notaðir til að kveikja með eld. [1]

Silfurberg.

Kenningar og tilvitnun

breyta

Óstaðfest tilgáta er um að íslenskt silfurberg (kalkspat) hafi verið notað sem sólarsteinn, en fleiri tegundir kristalla koma einnig til greina, til dæmis kordíerít sem finnst meðal annars í Suður-Noregi.

Sólarsteinar eru nefndir í fornritum, til dæmis í Rauðúlfs þætti, sem fylgir sumum gerðum Ólafs sögu helga. Þar segir:

 
Þá lét [Ólafur] konungur kalla fyrir sig Rauðúlfssonu, Dag og Sigurð. Þá lét konungur sjá út, og sá hvergi skýlausan himininn. Þá bað hann Sigurð segja sér, hvar sól væri komin. Hann kvað á. Þá lét konungur taka sólarsteininn og hélt upp, og sá hann hvar geislaði úr steininum, og markaði á því svo til sem hann hafði sagt.
 
 
Flateyjarbók 2, Akranesi 1945:403.

Danski fornleifafræðingurinn Thorkild Ramskou skrifaði bók um sólarsteina og rannsakaði notagildi þeirra. Taldi hann að með þeim mætti greina stefnu til sólar með um 5 gráða nákvæmni.

Sólarsteinn fannst í skipinu Alderney, sem sökk árið 1592. Því hafa verið settar fram tilgátur um að slíkir steinar hafi verið notaðir samhliða áttavita.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta
  • Thorkild Ramskou: Solstenen, Rhodos, København, 1969.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Solsten“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. ágúst 2009.

Tenglar

breyta