Sítrónsýruhringur
(Endurbeint frá Sítrónusýruhringur)
Sítrónsýruhringur eða Krebs-hringur er lífefnafræðileg hvarfarás sem myndar ásamt sykurrofi og öndunarkeðju þungamiðju orkuefnaskipta í þeim lífverum sem nota súrefni til öndunar. Hringurinn er hluti af niðurbrotsferli næringarefna á borð við prótein, fitu og sykrur sem sundrað er skref fyrir skref þar til eftir standa koltvíoxíð og vatn og orkan sem bundin var í efnatengjum þeirra losuð og nýtt til að mynda efnasambandið ATP. Í heilkjarna frumum fer hringurinn fram í hvatberum. Hringurinn samanstendur af tíu efnahvörfum sem leidd voru út af þeim Albert Szent-Györgyi og Hans Krebs.
Heimildir
breyta- Gunnlaugur B. Ólafsson, Frá atómi að alheimi (Reykjavík, 2009).