Símaat
Símaat eða símahrekkur er hrekkur þar sem einstaklingur hringir í annan einstakling með það að markmiði að grínast eða atast í þeim sem hringt er í. Algeng dæmi um símahrekki er til dæmis að spyrja hvort Bolli sé heima eða hvort Hreinn sé heima. Þá er algengt að grínistar geri símaat í fólk og símtalið síðan sýnt í sjónvarpsþætti eða í beinni útsendingu.
Auddi og Sveppi hafa lengi stundað það að gera símaöt í fólk en frægt dæmi var þegar þeir hringdu í Kattholt í þættinum 70 mínútur