Síderít
Síderít tilheyrir hópi karbónata og er sjaldgæft á Íslandi.
Lýsing
breytaÁ Íslandi finnst síderít sem smákúlur, geislóttar að innan. Finnst einnig sem plötulaga kristallar. Gulleitt, brúnleitt eða rauðbrúnt. Oft með glergljáa.
- Efnasamsetning: FeCO3
- Kristalgerð: trígónal
- Harka: 4-4½
- Eðlisþyngd: 3,7-3,9
- Kleyfni: góð á þrjá vegu
Útbreiðsla
breytaSíderít finnst á sprunguflötum í basalti þar sem heitt vatn hefur leikið um eða í samblandi við málmsteindir við jaðra djúpbergsinnskota.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2