Séniver
(Endurbeint frá Sénever)
Séniver er brennt vín frá Hollandi kryddað með einiberjum og stundum fleiri kryddjurtum eins og anís, hvönn, kerfli og kúmeni. Gamaldags (oude) séniver er gert með því að eima maltvín upp að 50% styrkleika. Nýmóðins (jonge) séniver er gert úr blöndu af eimuðu maltvíni og áfengi gerðu úr öðru korni eða sykri.
Séniver er upprunnið á Flandri á 13. öld. Gin er enskur líkjör sem byggist á séniver og er nánast eins og jonge séniver.