Sæti Artúrs
Sæti Artúrs (skosk gelíska: Suidhe Artair, enska: Arthur's Seat) er hæsti tindur í Edinborg. Fellið liggur í hverfinu Holyrood við skoska þingið, austan við miðborgina og Edinborgarkastala. Fellið er 250,5 m að hæð og á tindinum er gott útsýni yfir borgina. Fara má upp fellið úr hvaða átt sem er en greiðasta leiðin er frá austri.
Talið er að fellið gæti dregið nafn sitt af þjóðsögum um Artúr konung.