Sædjöflaætt (fræðiheiti: Ceratiidae) er ætt fiska af ættbálki kjaftagelgna.

Sædjöflaætt
Ceratias uranoscopus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Kjaftagelgjur (Lophiiformes)
Ætt: Sædjöflaætt (Ceratiidae)
Ættkvíslir

Sjá grein.

Lýsing breyta

Meðalstórir til allstórir fiskar, nokkuð hávaxnir og þunnvaxnir, með afar stórt höfuð, meðalstóran, mjög uppstæðan kjaft, og eru í honum hvassar tennur. Augu eru afar smá; á enni, milli augna eða rétt aftan við þau er langur angi – ummyndaður uggageisli, með ljósfæri á enda. Kviðuggar eru engir, en sporðgeislarnir eru teygðir aftur í langa anga[1][2]. Sporður er stór, með 8-9 uggageisla, bakuggi og raufaruggi eru andspænis honum og eru 3-5 geislar í hvorum þeirra. Framan við bakugga eru 2-3 separ. Eyruggar eru litlir með 16-17 geislum hvor uggi og frekar hástæðir[3]. Roðið er sett beinkörtum eða bert. Tálknafanir eru 2; gelgjur 6, skúflangar 2. Beinin laus og lin[1].

Af þessari ætt eru kunnar 4 tegundir í tveimur ættkvíslum. Það eru djúpfiskar, sem eiga heima víða um höf. Hængar þessarar ættar eru dvergfiskar; ungir lifa þeir sjálfstæðir, en fullþroska lifa þeir sníkjulífi á hrygnunni[2][3]. Hér við land eru tvær tegundir þekktar: sædjöfull (Ceratias holboelli) og surtur (Cryptopsaras couesii)[1][2][3].

Tegundir breyta

Það eru aðeins 4 tegundir í þessari ætt[4]:

Ættkvísl sædjöflar (Ceratias):

Ættkvísl surtar (Cryptopsaras) með einni tegund:

Myndir breyta

Tenglar breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 Bjarni Sæmundsson (1926). Íslensk dýr I. Fiskarnir (Pisces Islandiæ). Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. bls. 202.
  2. 2,0 2,1 2,2 Gunnar Jónsson (1983). Íslenskir fiskar. Reykjavík: Fjölvaútgáfan. bls. 475.
  3. 3,0 3,1 3,2 Gunnar Jónsson; Jónbjörn Pálsson (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík: Mál og menning. bls. 293. ISBN 978-9979-3-3369-2.
  4. http://www.fishbase.us/identification/SpeciesList.php?class=Teleostei&order=Lophiiformes&famcode=203&areacode=&c_code=&depth=&spines=&fins=&TL=&BD=&resultPage=1&sortby=species