Sjósleði

(Endurbeint frá Sæþota)

Sjósleði, sjóþota eða sjóköttur er lítið, hraðskreitt, vélknúið skemmtitæki á sjó eða vatni sem siglt er þannig að ökumaðurinn situr eða stendur á því fremur en í, líkt og á bátum. Í útliti minnir það helst á snjósleða og er með stýrishandföng líkt og snjósleðar og hjól. Á sumum gerðum er gefið inn eldsneyti með því að toga stýrið niður. Þetta tryggir að sleðinn stoppi ef ökumaður dettur af. Sjósleðar eru oftast knúnir áfram með vatnsþrýstidælu sem dregur vatnið inn undir sleðann og þrýstir því aftur úr honum. Þeir geta náð miklum hraða og auðvelt er að stýra þeim í krappar beygjur. Tveir til fjórir geta setið saman í einni röð á sleðanum.

Sjósleði af gerðinni Yamaha Waverunner.

Margir framleiðendur snjósleða og vélhjóla, s.s. Arctic Cat, Yamaha og Kawasaki, framleiða líka sjósleða.