Russell Westbrook
Russell Westbrook (fæddur 12. nóvember árið 1988) er bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Los Angeles Clippers í NBA-deildinni. Westbrook var stigakóngur deildarinnar tímabilin 2014–15 og 2016–17 og mikilvægasti leikmaðurinn (MVP) tímabilið 2016-17 þegar hann spilaði fyrir Oklahoma City Thunder. Hann er í 24. sæti stigahæstu leikmanna og í 9. sæti yfir flestar stoðsendingar. Westbrook er í efsta sæti yfir flestar tvöfaldar þrennur (triple double) með um 200 talsins og á flestar slíkar á einu tímabili eða 42.