Runnamura
Runnamura (fræðiheiti: Dasiphora fruticosa eða Potentilla fruticosa) er harðgerður og vindþolinn runni af rósaætt. Runnamura er garðplanta sem hefur verið lengi í ræktun, hún líkist gullmuru.
Runnamura | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Dasiphora fruticosa subsp. floribunda
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
ÚtlitBreyta
Blöð eru stakfjöðruð og fingruð og eru 3-5-7 smáblöð saman. Blaðjaðrarnir eru heilir og blöðin hærð á neðra borði. Greinar eru fíngerðar, uppréttar og þéttar. Börkur flagnar af gömlum greinum. Blómlitur er gulur, hvítur eða rauðleitur. Runnamuru er fjölgað með sumargræðlingum. Til eru nálægt 130 afbrigði af runnamuru. Hæst ná þær 1-1,5 metrum. Blómgun er síðsumars, frá júlí til september.
Murur á ÍslandiBreyta
Murur eru norðlægar tegundir og á Íslandi eru þær algengar um allt land. Fyrir utan runnamuru eru til dæmis gullmura, tágamura og engjarós en engjamura og skeljamura eru sjaldgæfari.