Roskosmos
Roskosmos er opinbert fyrirtæki í eigu alríkisstjórnar Rússlands sem fæst við geimferðir, geimferðaáætlanir og geimtæknirannsóknir í Rússlandi.
Forveri Roskosmos var Geimferðaáætlun Sovétríkjanna sem hófst á 6. áratug 20. aldar. Roskosmos var stofnað 1992 í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna.
Höfuðstöðvar Roskosmos eru í Moskvu, en aðgerðastjórn er í Koroljov þar nálægt, og í Júríj Gagarín-geimfaraþjálfunarmiðstöðinni í Stjörnuborg í Moskvufylki.