Roberto Saviano (f. 22. september 1979) er ítalskur blaðamaður, rithöfundur og handritshöfundur frá Napólí. Hann er þekktastur fyrir skáldsöguna Gómorra: Mafían í Napólí frá 2006 sem fjallar um skipulagða glæpastarfsemi camorra-samtakanna í Napólí. Tveimur árum síðar var gerð vinsæl sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni. Eftir útgáfu bókarinnar hefur honum borist fjöldi líflátshótana frá Casalesi-fjölskyldunni og hann hefur síðan þá búið við stöðuga öryggisgæslu.

Roberto Saviano árið 2019.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.