Robert Baden-Powell

(Endurbeint frá Robert Baden Powell)

Robert Stephenson Smyth Baden-Powell, 1. baróninn af Baden-Powell (22. febrúar 1857 – 8. janúar 1941) var breskur herforingi og rithöfundur sem samdi bókina Scouting for Boys sem lagði grunninn að Skátahreyfingunni um allan heim. Baden-Powell var stofnandi og fyrsti skátahöfðingi bresku Skátahreyfingarinnar auk þess að hann kom að stofnun kvenskátahreyfingar ásamt konu sinni, Olave Baden-Powell, og systur sinni, Agnes Baden-Powell.[1]

Robert Baden-Powell
Fæddur22. febrúar 1857
Dáinn8. janúar 1941 (83 ára)
StörfHermaður, skáti
Þekktur fyrirAð stofna Skátahreyfinguna
MakiOlave Baden-Powell (g. 1912)
Undirskrift

Baden-Powell hlaut nám í Charterhouse-skóla í Surrey en gegndi síðan herþjónustu í breska hernum frá 1876 til 1910 í Indlandi og Afríku.[2] Árið 1899 tókst Baden-Powell að verja bæinn Mafeking í Suður-Afríku í umsátri Búa í seinna Búastríðinu.[3] Margar af bókum Baden-Powell sem fjölluðu um yfirlitskönnun og skátaþjálfum hans á stríðsárunum í Afríku urðu vinsælar meðal ungra drengja. Árið 1907 hélt Baden-Powell sýnikennslu í Brownsea Island-skátabúðunum og er almennt talað um þann fund sem byrjun skátahreyfingarinnar.[4] Baden-Powell samdi bókina Scouting for Boys[5] árið 1908 með hliðsjón af fyrri bókum sínum. Árið 1910 dró hann sig úr hernum og stofnaði Skátahreyfinguna formlega.

Fyrsta skátamótið var haldið í Kristalshöllinni í London árið 1909. Auk drengjanna mættu þar margar stelpur í skátabúningum og sögðu Baden-Powell að þær væru „skátastelpur“. Baden-Powell brást við áhuga þeirra með því að stofna kvenskátahreyfingu ásamt systur sinni. Árið 1912 giftist hann Olave St Clair Soames. Baden-Powell hélt áfram að þjálfa skáta þar til hann settist í helgan stein árið 1937. Hann bjó síðustu ár sín í Nyeri í Kenýu, þar sem hann lést og var grafinn árið 1941.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Deacon, Michael (8. janúar 2016). „The eccentric world of Robert Baden-Powell“. The Telegraph. Telegraph Media Group Limited. Sótt 21. febrúar 2018.
  2. „Lord Baden Powell“. Godalming Museum. Godalming Museum Trust. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2021. Sótt 1. júlí 2018.
  3. Köhler, Karl (júní 2001). „Some Aspects of Lord Baden-Powell and the Scouts at Modderfontein“. Military History Journal. 12 (1). Sótt 21. febrúar 2018.
  4. „Scouting and Guiding on Brownsea Island“. National Trust. National Trust. Sótt 1. júlí 2018.
  5. Bond, Jenny; Sheedy, Chris (26. september 2009). „Forged in the Heat of Battle: The Origin of the Boy Scouts“. Mental Floss. Mental Floss, Inc. Sótt 1. júlí 2018.