Robert Baden-Powell
Robert Stephenson Smyth Baden-Powell, 1. baróninn af Baden-Powell (22. febrúar 1857 – 8. janúar 1941) var breskur herforingi og rithöfundur sem samdi bókina Scouting for Boys sem lagði grunninn að Skátahreyfingunni um allan heim. Baden-Powell var stofnandi og fyrsti skátahöfðingi bresku Skátahreyfingarinnar auk þess að hann kom að stofnun kvenskátahreyfingar ásamt konu sinni, Olave Baden-Powell, og systur sinni, Agnes Baden-Powell.[1]
Robert Baden-Powell | |
---|---|
Fæddur | 22. febrúar 1857 |
Dáinn | 8. janúar 1941 (83 ára) |
Störf | Hermaður, skáti |
Þekktur fyrir | Að stofna Skátahreyfinguna |
Maki | Olave Baden-Powell (g. 1912) |
Undirskrift | |
Baden-Powell hlaut nám í Charterhouse-skóla í Surrey en gegndi síðan herþjónustu í breska hernum frá 1876 til 1910 í Indlandi og Afríku.[2] Árið 1899 tókst Baden-Powell að verja bæinn Mafeking í Suður-Afríku í umsátri Búa í seinna Búastríðinu.[3] Margar af bókum Baden-Powell sem fjölluðu um yfirlitskönnun og skátaþjálfum hans á stríðsárunum í Afríku urðu vinsælar meðal ungra drengja. Árið 1907 hélt Baden-Powell sýnikennslu í Brownsea Island-skátabúðunum og er almennt talað um þann fund sem byrjun skátahreyfingarinnar.[4] Baden-Powell samdi bókina Scouting for Boys[5] árið 1908 með hliðsjón af fyrri bókum sínum. Árið 1910 dró hann sig úr hernum og stofnaði Skátahreyfinguna formlega.
Fyrsta skátamótið var haldið í Kristalshöllinni í London árið 1909. Auk drengjanna mættu þar margar stelpur í skátabúningum og sögðu Baden-Powell að þær væru „skátastelpur“. Baden-Powell brást við áhuga þeirra með því að stofna kvenskátahreyfingu ásamt systur sinni. Árið 1912 giftist hann Olave St Clair Soames. Baden-Powell hélt áfram að þjálfa skáta þar til hann settist í helgan stein árið 1937. Hann bjó síðustu ár sín í Nyeri í Kenýu, þar sem hann lést og var grafinn árið 1941.
Tenglar
breyta- „Baden Powell og skátahreyfingin“, Morgunblaðið (02.03.1967), bls. 17.
Tilvísanir
breyta- ↑ Deacon, Michael (8. janúar 2016). „The eccentric world of Robert Baden-Powell“. The Telegraph. Telegraph Media Group Limited. Sótt 21. febrúar 2018.
- ↑ „Lord Baden Powell“. Godalming Museum. Godalming Museum Trust. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. desember 2021. Sótt 1. júlí 2018.
- ↑ Köhler, Karl (júní 2001). „Some Aspects of Lord Baden-Powell and the Scouts at Modderfontein“. Military History Journal. 12 (1). Sótt 21. febrúar 2018.
- ↑ „Scouting and Guiding on Brownsea Island“. National Trust. National Trust. Sótt 1. júlí 2018.
- ↑ Bond, Jenny; Sheedy, Chris (26. september 2009). „Forged in the Heat of Battle: The Origin of the Boy Scouts“. Mental Floss. Mental Floss, Inc. Sótt 1. júlí 2018.