Risa tígrisrækja

(Endurbeint frá Risa tígris rækja)

Risa tígrisrækja (fræðiheiti: Penaeus monodon) eða stundum þekkt sem asísk tígrisrækja er krabbadýr sem er mjög vinsæl í matargerð. Rækjan grefur sig í botn undirlagsins á daginn og koma fram á nóttunni til þess að leita sér af fæðu. Undir náttúrulegum kringumstæðum er risarækjan rándýr. En eftir hamskipti mýkist skelin og er hún þá auðveldari bráð fyrir önnur dýr.[1]

Risa-tígrisrækja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Undirættbálkur: Dendrobranchiata
Ætt: Penaeidae
Ættkvísl: Paneus
Tegund:
P. monodon

Útbreiðsla

breyta

Rækjan finnst í Ástralíu, suðaustur-Asíu, og austur-Afríku hún þroskast og vex einungis í hitabeltissvæðum sjávar. Hún er veidd mest á Indlandi en Víetnam er með mesta aflann í eldi.[2]

 
Dreifing Risa-tígrisrækju

Útlit og vöxtur

breyta

Kvenkynsrækjan er örlítið stærri en karlkynsrækja. Kvendýrin geta orðið allt að 33cm langar en eru að meðaltali 25-30cm langar. Karlarnir eru um 20-25cm langir. Kvendýrin eru 200-320g og karldýrin eru 100-170g. Rækjan er með grábrún loftnet og búkurinn er rauður og með hvítar rendur.[3]

Hrygning

breyta

Villtar karlkynsrækjur verða kynþroska þegar þær eru um 35g og kvendýr verða kynþroska þegar þær eru 70g eða stærri. Pörun á sér stað á nóttunni, stuttu eftir hamskipti. Kvendýr geta framleitt allt að 500.000-750.000 egg. Hrygningin á sér einnig stað á nóttunni þar sem að konurnar verpa eggjum á botninn, svo tekur það eggin 12-15 klukkustundir að klekjast út.[4]

Nýting og eldi

breyta

Rækjan finnst bæði í sjó og í eldi. Heildaraflinn sem er veiddur á hverju ári er 90.0000-100.0000 tonn á ári og er 75.0000-80.0000 tonn af því úr eldi.

 
Heildarafli risatígrisrækja
 
Afli risarækju í eldi

Í eldi eru rækjurnar geymdar í hringlanga þroskatanki sem er í myrku herbergi. Þegar þær eru tilbúnar í að hafa hamskipti er breytt seltu vatnsins til að koma ferlinu af stað og þá á pörun sér stað. Eftir pörun eru kvenkyns rækjurnar settar í litla hrygningartanka, ein og ein til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma sem gætu dreifst ef þær væru saman í tönkum. Þær hrygna svo yfirleitt fyrstu eða aðra nóttina í tankinn og eru eggin yfirleitt geymd í sama tanki þar ttil þau klekjast út og þá eru þau sett í sér eldisgeyma eða flutt í aðrar klakstöðvar. Hægt er að nota fullvaxna kvendýr nokkrum sinnum í hrygningu en karldýr allt uppí nokkra mánuði ef þeir eru hraustir. Fæða rækjanna í eldinu er smokkfiskur eða kræklingar sem er búið að bæta við ormum eða „artemia“ til að auka æxlunarafköstin.

 
Eldi hjá Risa-tígrisrækju

Nýting

breyta

Rækjur eru flokkaðar, þrifnar, vigtaðar og svo drepnar í ísvatni við 0°C. Þær eru svo geymdar í ís og fluttar á áfangastað nema stundum eru rækjurnar fluttar lifandi og settar í búr á veitingastöðum. Algengt var áður fyrr var að borða rækjuna án hauss, með haus eða skrældar. Svo sköpuðust mikil verðmæti þegar að byrjað var að framleiða foreldað tempura, sushi og vorrúllur til dæmis en það er orðið mun vinsælla að elda heima. Rækjan er mjög mikilvæg á mörkuðum í Asíu og er Japansmarkaðurinn mjög stór fyrir hauslausar rækjur frá Indónesíu, Indlandi og Víetnam.[5]

Nýleg þróun

breyta

Útbreiðsla og vöxtur fiskeldisframleiðslu hefur ekki stækkað jafn mikið og upphaflega var búist við af ýmsum orsökum, þar með talin meiriháttar vandamál við uppkomu veirusjúkdóma, skortur á ræktun, samkeppni á markaði og viðskiptahindranir. Margir bændur sem hafa byrjað á að ala risa-tígrisrækju hafa skipt yfir í tegundina Litopenaeus vannamei sem er mun einfaldara að rækta. Á meðan færri rækta risa-tígrisrækjuna þá er möguleiki að þeim fjölgi í hafinu og hægt væri þá að rannsaka sjúkdómana.[6].

  1. „FAO Fisheries & Aquaculture Penaeus monodon“. www.fao.org. Sótt 1. apríl 2020.
  2. „FAO Fisheries & Aquaculture Penaeus monodon“. www.fao.org. Sótt 1. apríl 2020.
  3. „FAO Fisheries & Aquaculture Penaeus monodon“. www.fao.org. Sótt 1. apríl 2020.
  4. „FAO Fisheries & Aquaculture Penaeus monodon“. www.fao.org. Sótt 1. apríl 2020.
  5. „FAO Fisheries & Aquaculture Penaeus monodon“. www.fao.org. Sótt 1. apríl 2020.
  6. „FAO Fisheries & Aquaculture Penaeus monodon“. www.fao.org. Sótt 1. apríl 2020.