Riddarar hringstigans
Riddarar hringstigans er fyrsta skáldsaga Einars Más Guðmundssonar og kom út árið 1982. Höfundurinn vann fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins með skáldsögunni og fylgdi henni eftir með tveimur framhaldsbókum, Vængjaslætti í þakrennunum (1983) og Eftirmálum regndropanna (1986). Sögurnar gerast í hálfbyggðu úthverfi Reykjavíkur. Sögurnar þrjár voru gefnar út í einni bók undir heitinu Goðheimar bernskunnar árið 2005.
Tenglar
breyta- Riddarar hringstigans. Geymt 10 apríl 2011 í Wayback Machine Á www.bokmenntir.is.