Richard L. Hunter

(Endurbeint frá Richard Lawrence Hunter)

Richard Lawrence Hunter (fæddur 1953) er ástralskur fornfræðingur og frá 2001 Regius-prófessor í forngrísku við Cambridge-háskóla.

Menntun og starfsferill

breyta

Richard Hunter fæddist og ólst upp í Ástralíu. Þegar hann hafði lokið námi frá Háskólanum í Sydney hóf hann doktorsnám í fornfræði við Cambridge-háskóla. Hann varð síðar kennari og félagi á Pembroke College í Cambridge. Árið 2001 tók hann við stöðu Regius-prófessors í forngrísku við Cambridge-háskóla.

Richard Hunter er félagi í Akademíunni í Aþenu, heiðursfélagi við Háskólann í Sydney og hefur heiðursdoktorsnafnbót frá Aristótelesarháskólinn í Þessalóníkí.

Helstu rit

breyta
  • Eubulus: The Fragments (Cambridge, 1983)
  • A Study of Daphnis & Chloe (Cambridge, 1983)
  • The New Comedy of Greece and Rome (Cambridge, 1985)
  • Apollonius of Rhodes: Argonautica Book III (Cambridge, 1989)
  • The 'Argonautica' of Apollonius: literary studies (Cambridge, 1993)
  • Theocritus and the Archaeology of Greek Poetry (Cambridge, 1996)
  • Studies in Heliodorus (Cambridge, 1998)
  • Theocritus. A Selection (Cambridge, 1999)
  • Theocritus: Encomium of Ptolemy Philadelphus (Berkeley, 2003)
  • Plato's Symposium (Oxford, 2004)
  • Tradition and Innovation in Hellenistic Poetry (ásamt M. Fantuzzi) (Cambridge, 2004)
  • The Hesiodic Catalogue of Women: Constructions and Reconstructions (Cambridge, 2005)
  • The Shadow of Callimachus (Cambridge, 2006)

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.