Reynir Örn Leósson
Reynir Örn Leósson (11. febrúar 1939 - 30. desember 1982) var íslenskur aflraunamaður. Reynir var sonur Þóru Friðriksdóttur og Leós Guðmundssonar. Hann flutti ungur til Reykjavíkur, síðar til Njarðvíkur og enn síðar til Eyjafjarðar.F
Reynir var járnsmiður að iðn og starfaði við vélsmíðar, vörubílakstur og bifreiðaviðgerðir, en bifreiðaviðgerðirnar stundaði hann þar til hann lést.BF
Reynir var ungur þegar fyrst fór að bera á miklum kröftum hans, og hann var mjög ungur þegar hann fór að hefja aflraunir. Hann ferðaðist víða um ævina og sýndi aflraunir sínar.F.
Meðal aflrauna hans var að brjótast út úr fangaklefa, en hann var þó settur vel hlekkjaður inn í klefann. Það að brjótast úr hlekkjunum og svo út úr fangaklefanum tók hann um 6-7 klukkustundir samanlagt.B Einnig lyfti hann 290kg. tunnu auðveldlega á hné sér[1]. Einnig lyfti hann upp vinstra framhjóli bifreiðar sinnar, Volvo vörubifreið, upp um 13mm., en biðfreiðin vó 12 tonn og hefur þurft togkraft upp á 2.650 kg. til að lyfta bifreiðinni svo hátt[2]. Fyrir það afrek að brjótast út úr fangaklefanum komst Reynir í heimsmetabók Guinness[3].
Einnig gerði Reynir kvikmynd um sjálfan sig, nefnda „Sterkasti maður heims“, og kvikmyndir um öryggi á vinnustöðum ásamt fleiru.[4]