Reiptog
Reiptog (einnig reipitog[1] í daglegu máli og örsjaldan reipdráttur[2]) er íþrótt þar sem tvö lið reyna með sér krafta sína, leikurinn fer oftast þannig fram að tvö lið raða sér á sinn hvorn enda reipis, sem ætti að vera um 10 sentímetrar í þvermál. Heildarþyngd liðsins ætti að falla innan marka þess flokks sem keppt er í, eða hvort lið vera svipað að þyngd. Miðja reipisins er merkt með einhverjum hætti og tvö merki um fjórum metrum frá miðju reipisins í hvora átt. Miðja reipisins er svo staðsett þannig að hún er beint yfir merki á jörðinni. Hvort lið reynir svo að toga hitt þannig að merkið sem er nær andstæðingnum fari yfir miðlínuna. Stundum eru reglurnar þannig að ef einhver úr öðru hvoru liðinu fellur telst það lið hafa tapað.
Reiptog var Ólympíugrein frá 1900 til 1920 og hefur verið hluti af Heimsleikunum. Alþjóða reiptogssambandið skipuleggur heimsmeistarakeppni í reiptogi milli landsliða annað hvert ár.
Neðanmálsgreinar
breyta- ^ „Reipitog“ er víðnotað í töluðu máli en er þó ekki viðurkennt af útgefnum orðabókum.
- ^ Samkvæmt Íslenskri orðabók Menningarsjóðs frá árinu 1979.