Regnskuggi er veðurfræðilegt fyrirbæri sem verður til þegar svæði hlémegin við fjöll er þurrara en ella; þ.e. hlíðin áveðurs fær megnið af rakanum/regninu. Dæmi um svæði með regnskugga er Tíbeska hásléttan og Atacama-eyðimörkin.

Ensk skýringarmynd.

Á Íslandi eru einnig svæði sem standa í regnskugga, til dæmis Snæfellsöræfi og Brúaröræfi norðan Vatnajökuls.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Vatnajökulsþjóðgarður. Um Snæfellsöræfi. Geymt 25 september 2019 í Wayback Machine Sótt þann 18. september 2019.