Regluleg segð er segð sem lýsir streng eða mengi strengja með ákveðnum forsniðsreglum. Þær eru notaðar í hinum ýmsu forritunarmálum og textaritlum til að finna og breyta texta með kerfisbundnum hætti.

Grunntegundir

breyta

Regluleg segð er oftast notað til að lýsa mengi strengja án þess að telja upp alla möguleika. Sem dæmi er hægt að lýsa strengjunum "Eyður" og "Eiður" með segðinni "E(i|y)ður".

Einfaldur texti
er tekinn eins og hann er, einn stafur í einu borinn saman við upprunatextann -> "Jónas" finnst í textanum "Ég heiti Jónas Örn"
Skipting
er notuð til að finna strengi með mismunandi hluta -> "hestur|hests" finnur bæði "hestur" og "hests"
Hópun
skilgreinir gildislengd og röð breyta auk þess að gefa aðgang að undirmengjum strengsins -> "hest(a|u)r" finnur bæði "hestur" og "hestar" og hægt er að fá sérstaklega "a" eða "u" hlutann eftir á.
Talning
skilgreinir hve oft viðkomandi hópur eða stafur má endurtaka sig. Algengastir eru +, * og ? talningarvirkjarnir
?
Spurningamerkið táknar 0 eða einn af viðkomandi segð -> "Velkominn?" finnur bæði "Velkomin" og "Velkominn"
+
Plús táknar einn eða fleiri af viðkomandi segð -> "Hal+ó" finnur t.d. "Haló" og "Hallllllló"
Stjarna táknar 0, 1 eða fleiri af segðinni -> "Ba(na)na" finnur t.d. "Bana", "Banana" og "Banananananana"

Tengt efni

breyta
   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.